Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins (2024)

Hvað er áfangastaðastofa?

Áfangastaðastofa (e. Destination Management Organisation) er svæðisbundin þjónustueining á vegum opinberra aðila og einkaaðila sem hefur það meginhlutverk að styðja við ferðaþjónustu í viðkomandi landshluta og tryggja að hún þróist í takt við vilja heimamanna þar sem sjálfbærni er höfð að leiðarljósi.

Eins og staðan er í dag er komnar áfangastaðastofur í öllum landshlutum á Íslandi nema á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt skilgreiningu stjórnvalda eru hlutverk áfangastaðastofu eftirfarandi:

  • Gerð og framkvæmd áfangastaðaáætlana ásamt tengingu við aðrar opinberar stefnur og áætlanir.
  • Aðkoma að gerð stefnumótunar og áætlana á landsvísu sem snertir ferðaþjónustu.
  • Aðkoma að þarfa*greiningu rannsókna og mælinga á landsvísu til að tryggja samanburðarhæfni milli svæða auk þess að koma með tillögur og innsýn inn í rannsóknarþörf hvers landshluta.
  • Stuðla að vöruþróun og nýsköpun auk þess að vinna að þróunarverkefnum.
  • Leggja mat á fræðsluþörf, hafa aðkomu að þróunarverkefnum er varða hæfni og gæði í ferðaþjónustu, veita ráðgjöf varðandi fræðslu og miðla upplýsingum um hvað er í boði.
  • Sinna svæðisbundinni markaðssetningu í samstarfi við sveitarfélög og ferðaþjónustuaðila sem dregur fram sérstöðu landshlutanna og styður við markaðssetningu Íslands í heild.
  • Vera grunneining í stoðkerfi ferðamála í landshlutunum. Áfangastaðastofur liðsinna
    sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum innan svæðis vegna ferðaþjónustu samkvæmt samstarfssamningum.

Hægt er að skipta þessu niður í fjóra eftirfarandi þætti

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins (1)

Af hverju áfangastaðastofa?

Þó hlutverk áfangastaðastofu geti verið byggð upp mismunandi eftir svæðum eru markmiðin að meginstefnu þó hin sömu, þ.e.:

  • Að styrkja ímynd og vitund áfangastaðarins
  • Að skapa sameiginlegan fókus og slagkraft í áherslum og verkefnum bæði fyrir borgina, sveitarfélög, fyrirtæki og aðra hagaðila
  • Að hafa jákvæð áhrif á ásýnd, orðspor, vitund og þekkingu á áfangastaðnum og því sem hann hefur upp á að bjóða til viðeigandi markhópa (íbúa, ferðamanna, fjárfesta osfrv.)
  • Að byggja upp grunn að framtíðar þróunarverkefnum, nýjum viðskiptum og fjárfestingum
  • Að ná betri nýtingu á fjármunum og starfsfólki
  • Að byggja upp sameignlega þekkingu
  • Að hafa jákvæð áhrif á að laða að og halda í hæfileikaríkt fólk

Allt með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni áfangastaðarins. Áfangastaðastofa er líka aðilinn sem getur haldið utan um verkefni sem tengjast á milli staða innan svæðis. Það geta annars vegar verið þróunarverkefni, þar sem ákveðin vara er þróuð frá upphafi, t.d. nýr áfangastaður sem er byggður upp sérstaklega fyrir ferðamenn s.s.. útsýnispallur. Síðan eru það markaðsþróunarverkefni þar sem ákveðin vara er til en hefur ekki verið markaðssett sérstaklega fyrir ferðamenn. Dæmi um slíkt gæti verið ferðamannaleið á hjóli þar sem er verið að nýta innviði sem þegar eru til en er þá „pakkað inn“ á annan hátt.

Áfangastaðaáætlun

Samkvæmt samkomulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á að gera áfangastaðaáætlun (e. Destination Management Plan) fyrir áfangastaðinn. Áfangastaðaáætlun er heilstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þ.m.t. þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis. Áfangastaðaáætlun er sameiginleg stefnuyfirlýsing sem hefur það að markmiði að stýra uppbyggingu og þróun svæðis yfir ákveðinn tíma, skilgreina hlutverk hagsmunaaðila, tiltaka beinar aðgerðir sem hver og einn hagsmunaaðili ber ábyrgð á og hvaða bjargir/auðlindir þeir hyggjast nýta við þá vinnu.

Er þetta í fyrsta skipti sem áfangastaðaáætlun hefur verið gerð fyrir áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið og er það undanfari þess að áfangastaðastofa verði stofnuð. Lykilköflum áfangastaðaáætlunar er hægt að skipta uppí fjóra þætti en þeir eru:

  • Stöðugreining
  • Framtíðarsýn
  • Aðgerðaáætlun
  • Markaðsáherslur

Áfangastaðaáætlun gefur því til kynna hvað skal gera til næstu þriggja ára fyrir áfangastaðinn.

Af hverju eiga fyrirtæki að vera aðilar að áfangastaðastofu:

Forsenda góðrar áfangastaðastofu er samstarf lykilhagaðila verkefnisins. Þá er átt við sveitarfélög, fyrirtækin og íbúa svæðisins. Ef ekki er samstarf milli þessara aðila er erfiðara að ná sameiginlegri sýn og árangri í uppbyggingu áfangastaðarins. En hvað er það sem fyrirtækin fá út úr þátttöku í samstarfi innan áfangastaðastofu? Það eru atriði eins og:

  • Hlutdeild í að þróa áfangastaðinn til framtíðar öllum til ávinnings
  • Slagkraftur í samstarfi um markaðssetningu fyrir áfangastaðinn
  • Aðgangur að virku tengslaneti og samstarfi aðila á höfuðborgarsvæðinu
  • Þátttaka í reglulegum stefnumótunar- og samstarfsfundum – meiri samlegð og samvinna
  • Aðgengi og uppbygging tölfræði og annarra gagna
  • Þátttaka í fa*ghópum eins og við á s.s. um markaðsmál, þróun og samstarfið
  • Sýnileiki í markaðsefni (t.d. auglýsingar á vef, samfélagsmiðlum ofl.)
  • Sameiginlegur kynningarvettvangur þegar við á, t.d. Hittumst/Mannamót
  • Þátttaka í blaðamannaferðum, FAM og almannatengslum
  • Þátttaka í Reykjavík City Card – ef við á
  • Aðstoð í tengslum við ferðamál og tengingar
  • Afsláttur af viðburðum ef við á

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins (2)

Undirbúningur

Í desember 2022 var samþykkt á stjórnarfundi SSH að leggja til við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að stofnuð yrði Áfangastaðastofa. Við þá vinnu hafa öll sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins nema eitt verið þátttakendur en Kjósarhreppur ákvað að vinna með Vesturlandi að uppbyggingu ferðaþjónustu.

Verkefnið hófst í upphafi árs 2021 við að kanna forsendur samstarfs sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á sviði ferðaþjónustu. Síðan þá hefur verið unnið hörðum höndum að þessu markmiði og var verkefninu sem var áhersluverkefni í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins skipt uppí tvo þætti sem voru:

  1. Greining og ákvörðunartaka
    Unnið með hagaðilum að því að móta og greina hvernig samstarfi skuli háttað um ferðamál á höfuðborgarsvæðinu. Stofnaður var ráðgjafahópur frá hagaðilum til stuðnings við verkefnið.
  2. Undirbúningur að stofnun áfangastaðastofu
    Unnið með hagaðilum að stofnun áfangastaðastofu.

Í desember 2021 samþykkti stjórn SSH samkomulag um næstu skref verkefnisins. Þar kemur fram að: „Tilgangur þessa samnings er að setja af stað samstarfsvettvang sveitarfélaga og atvinnulífsins á höfuðborgarsvæðinu um ferðamál með það hlutverk að styðja við þróun áfangastaðarins í átt að sjálfbærri framtíðarsýn og aukinni samkeppnishæfni. Áherslan verði á þróun, kynningar- og markaðsstarf ásamt samlegð og samtali hagaðila í ferðaþjónustu og tengdra aðila.“

Hafin er vinna við stofnun Áfangastaðastofu og er áætlað að stofnfundur stofunnar verði á haldinn á fyrstu mánuðum ársins 2023.

Marmið samningsins:

  • Að efla vitund og þekkingu um áfangastaðinn og allt það sem svæðið hefur upp á að bjóða, jafnt fyrir ferðamenn og íbúa.
  • Að þróa, móta og efla samstarf og samlegð um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu milli sveitarfélaga, atvinnulífs og stjórnvalda.
  • Að efla samkeppnishæfni og slagkraft áfangastaðarins í alþjóðlegri samkeppni.
  • Að stuðla að sátt íbúa, atvinnulífs og sveitarfélaga um málefni ferðaþjónustunnar.
  • Að styrkja stoðir og uppbyggingu ferðaþjónustunnar eftir COVID19

Verkefni samráðsvettvangs árið 2022 eru:

  • Að vinna áfangastaðaáætlun, stefnumótun og framtíðarsýn fyrir áfangastaðinn og aðgerðaráætlun (til 3-5 ára).
  • Að greina tölfræði og vinna markmið og mælikvarða fyrir áfangastaðinn.
  • Að móta og byggja upp samstarfið.
  • Að byggja upp samstarf við þátttakendur/fyrirtæki.
  • Að undirbúa stofnun áfangastaða – og markaðsstofu fyrir höfuðborgarsvæðið.

    Í janúar 2022 var síðan ráðinn verkefnastjóri verkefnisins og skrifað undir samning sveitarfélaga og atvinnulífs og samning við ráðuneyti.

Í fyrrnefnda samningnum er auk þess fjallað um hlutverk og skyldur ráðgjafahóps annars vegar og stefnuráðs hins vegar.

Hlutverk ráðgjafahóps:
„Ráðgjafahópur skal hittast mánaðarlega ásamt verkefnastjóra hjá SSH. Hlutverk ráðgjafahópsins er að fylgja eftir daglegum verkefnum og markmiðum samstarfsverkefnisins á fyrsta ári. Hann skal vera bakland verkefnastjóra í málefnum sem þarfnast umræðu eða aðstoðar í tengslum við sveitarfélögin eða atvinnulífið. Ráðgjafahópurinn getur sett um tímabundna fa*ghópa um tiltekin málefni eða verkefni og kallað eftir tilnefningum frá sveitarfélögum og samtökum.“

Í ráðgjafahóp sitja:
• Andri Ómarsson, verkefnastjóri – þróunar og þjónustusvið, Hafnarfjörður
• Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri, Kópavogur
• Hugrún Ósk Ólafsdóttir, verkefnastjóri – þróunar og samskiptadeild, Mosfellsbær
• Hulda Hauksdóttir, upplýsingarstjóri, Garðabær
• María Björk Óskarsdóttir, sviðsstjóri, Seltjarnarnes
• Kjartan Örn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Verslanagreiningar, Samtök verslunar og þjónustu
• Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar, Samtök ferðaþjónustunnar
• Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, Reykjavík
• Þórir Garðarsson, Grayline/formaður FMH, Ferðamálasamtök höfuðborgarsvæðis.

Hlutverk stefnuráðs:
„Hlutverk stefnuráðsins er að móta og vera ráðgefandi um tillögur um áfangastaðaáætlun, stefnu og framtíðarsýn um höfuðborgarsvæðið sem áfangastað til næstu 3 – 5 ára sem öll sveitarfélögin vinna þá eftir. Tillögur stefnuráðsins verða lagðar fyrir stjórn SSH til samþykktar, og í framhaldi lagðar fyrir sveitarfélögin til endanlegrar afgreiðslu. Ávallt er hægt að kalla eftir kynningu á stöðu verkefnisins hvort sem er fyrir sveitarfélög eða samtök.“

Í stefnuráði sitja:

Einar Þór EinarssonGarðabær
Guðfinnur SigurvinssonGarðabær
Kristinn AndersenHafnarfjörður
Sigrún SverrisdóttirHafnarfjörður
Bergljót KristinsdóttirKópavogur
Elísabet SveinsdóttirKópavogur
Ásgeir SveinssonMosfellsbær
Lovísa JónsdóttirMosfellsbær
Birna HafsteinReykjavík
Gísli Sigurjón BrynjólfssonReykjavík
Þórdís Lóa ÞórhallsdóttirReykjavík
Dagbjört Snjólaug OddsdóttirSeltjarnarnes
Guðmundur Ari SigurjónssonSeltjarnarnes
Friðrik Josh FriðrikssonFerðamálasamt. hbsv.
Steinunn GuðbjörnsdóttirFerðamálasamt. hbsv.
Þórir GarðarssonFerðamálasamt. hbsv.
Ágúst Elvar BjarnasonSAF
Jakob Einar JakobssonSAF
Thelma ThorarensenSAF
Andrés MagnússonSVÞ


Verkefnastjóri var:

Björn H. Reynisson M.S.

Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins (2024)
Top Articles
Latest Posts
Article information

Author: Velia Krajcik

Last Updated:

Views: 6053

Rating: 4.3 / 5 (54 voted)

Reviews: 93% of readers found this page helpful

Author information

Name: Velia Krajcik

Birthday: 1996-07-27

Address: 520 Balistreri Mount, South Armand, OR 60528

Phone: +466880739437

Job: Future Retail Associate

Hobby: Polo, Scouting, Worldbuilding, Cosplaying, Photography, Rowing, Nordic skating

Introduction: My name is Velia Krajcik, I am a handsome, clean, lucky, gleaming, magnificent, proud, glorious person who loves writing and wants to share my knowledge and understanding with you.